Þéttingar og kítti
Við bjóðum upp á þétti- og frágangsvörur sem tryggja vandaðan frágang fyrir allar aðstæður. Í okkar vörulínu finnur þú akrýlkítti, þéttikítti, silikon, pulsukítti og þéttipulsur sem tryggja góða einangrun og loftþéttleika. Við erum einnig með úrval af límkítti, rakasperrukítti og eldvarnarkítti fyrir þau verk þar sem eldvarnir og þétting er í forgangi.
Eldvarnarlausnir
Öryggi er lykilatriði hjá Þétt. Við bjóðum upp á eldvarnarlausnir sem tryggja öryggi og vernd. Vörulínan okkar inniheldur eldvarnarfrauð, eldvarnarkítti, eldvarnarkraga, eldvarnarmálningu, eldvarnarsilikon, eldvarnarþéttull og eldvarakríll sem uppfylla ströngustu staðla um eldvarnir. Þessir vöruflokkar eru tilvaldir fyrir frágang þar sem eldvarnir eru nauðsynlegar.
Festingar og skrúfur
Við bjóðum fjölbreytt úrval af festingum og skrúfum fyrir öll verkefni. Ef þú þarft pallaskrúfur, byggingaskrúfur, múrskrúfur, gifsfestingar, gifsskrúfur, kambsaum, pönnuskrúfur, trébora, tréskrúfur, gulgalvaniseraðar skrúfur, múrbolta, eða undirsinkaðar skrúfur, þá höfum við lausnirnar. Með góðu úrvali af einangrunarfestingum, hnoð/draghnoð, bjálkaskóm, gataplötur og vinkla getum mætt öllum þörfum byggingaverkefna.
Byggingarlímbönd og þéttingar
Þétt býður upp á fjölbreytt úrval af límböndum til byggingarframkvæmda, þar á meðal byggingarlímband, einangrunarlímband, kassateip, pökkunarlímband, öryggislímband/teip, málningarlímband, gluggateip, double teip, strigalímband, PVC límband, gluggaborða og rakasperrulímband. Við leggjum áherslu á gæði og endingu í öllum okkar límböndum til að tryggja að frágangurinn standist tímans tönn.