Verið velkomin í Þétt

Þétt – heldur betur

Fjölbreyttar lausnir fyrir byggingariðnaðinn

Vöruframboð Þétt spannar allt frá kítti, frauði og límböndum til þak- og veggdúka, rakasperra, hljóðlausna, steypulausna og festinga. Við veitum faglega ráðgjöf og þjónustu, þar sem sérfræðingar okkar vinna náið með viðskiptavinum til að finna réttu lausnina fyrir hvert verkefni.

Markmið okkar er að tryggja vandaðan frágang með áreiðanlegum vörum og lausnum sem henta öllum þörfum í byggingarframkvæmdum.

Fagkaup_Verslun_15_1-1jpg

Skoða

mulcol_logo
Þú færð Mulcol vörurnar hjá Þétt

Vöruframboð Mulcol inniheldur bæði eldvarnarkítti, þéttingarlausnir og eldvarnarmálningu, sem öll stuðla að frágangur tryggi hámarks eldöryggi og vernd.

rothoblaas_logo_300px
Þú færð Rothoblaas vörurnar hjá Þétt

Vöruframboð Rothoblaas spannar breitt svið, þar á meðal festingar og tengingar, þéttingar og vatnsheldnislausnir, hljóðeinangrun, öryggislausnir fyrir vinnusvæði, auk verkfæra og tækja.

col1

Þéttingar og kítti

Við bjóðum upp á þétti- og frágangsvörur sem tryggja vandaðan frágang fyrir allar aðstæður. Í okkar vörulínu finnur þú akrýlkítti, þéttikítti, silikon, pulsukítti og þéttipulsur sem tryggja góða einangrun og loftþéttleika. Við erum einnig með úrval af límkítti, rakasperrukítti og eldvarnarkítti fyrir þau verk þar sem eldvarnir og þétting er í forgangi.

Nánar
col2

Eldvarnarlausnir

Öryggi er lykilatriði hjá Þétt. Við bjóðum upp á eldvarnarlausnir sem tryggja öryggi og vernd. Vörulínan okkar inniheldur eldvarnarfrauð, eldvarnarkítti, eldvarnarkraga, eldvarnarmálningu, eldvarnarsilikon, eldvarnarþéttull og eldvarakríll sem uppfylla ströngustu staðla um eldvarnir. Þessir vöruflokkar eru tilvaldir fyrir frágang þar sem eldvarnir eru nauðsynlegar.

Nánar
col3

Festingar og skrúfur

Við bjóðum fjölbreytt úrval af festingum og skrúfum fyrir öll verkefni. Ef þú þarft pallaskrúfur, byggingaskrúfur, múrskrúfur, gifsfestingar, gifsskrúfur, kambsaum, pönnuskrúfur, trébora, tréskrúfur, gulgalvaniseraðar skrúfur, múrbolta, eða undirsinkaðar skrúfur, þá höfum við lausnirnar. Með góðu úrvali af einangrunarfestingum, hnoð/draghnoð, bjálkaskóm, gataplötur og vinkla getum mætt öllum þörfum byggingaverkefna.

Nánar
col4

Byggingarlímbönd og þéttingar

Þétt býður upp á fjölbreytt úrval af límböndum til byggingarframkvæmda, þar á meðal byggingarlímband, einangrunarlímband, kassateip, pökkunarlímband, öryggislímband/teip, málningarlímband, gluggateip, double teip, strigalímband, PVC límband, gluggaborða og rakasperrulímband. Við leggjum áherslu á gæði og endingu í öllum okkar límböndum til að tryggja að frágangurinn standist tímans tönn.

Nánar

Þvottaleiðbeiningar

...