Þétt - Heldur betur

Þekking, fagmennska og áreiðanleiki

Um okkur

_F6A5039

Þétt er öflugt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þétti- og frágangsvörum fyrir byggingariðnaðinn.

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af gæðavörum sem uppfylla ströngustu kröfur um endingu, áreiðanleika og virkni. Hjá Þétt má finna kítti, frauð, límbönd, þak- og veggdúka, rakasperrur, hljóðlausnir, steypulausnir og allskyns festingar.

Við einsetjum okkur að finna alltaf réttu lausnina fyrir hvert verkefni, og bjóðum upp á persónulega ráðgjöf sem byggir á djúpri þekkingu á byggingarefnum og -lausnum. Markmið okkar er að tryggja að hvert verkefni er unnið með þeim vörum sem henta best, hvort sem það snýr að vatnsheldni, hljóðeinangrun eða steypufrágangi. Með vönduðum vörum sem eru sérvaldar fyrir íslenskar aðstæður, tryggjum við að frágangur standist tímans tönn.

Þjónusta okkar byggir á trausti, fagmennsku og að koma á móts við þarfir fagfólks og verktaka. Þannig ábyrgjumst við að réttar vörur séu ávallt til staðar þegar á þarf að halda.

Við vitum að góðar lausnir eru grunnurinn að vel heppnuðum framkvæmdum og leggjum áherslu á að styðja við bakið á viðskiptavinum okkar með faglega ráðgjöf sem hægt er að treysta.

Hvort sem verkefnið er stórt eða smátt, einfalt eða flókið, þá er Þétt með svarið. – bæði í vöruvali og þjónustu.

Þétt – Heldur betur.

Hluti af Fagkaup

Staðsetning

Smiðjuvegur 4b

Opið til í dag
Mánudagar 08:00 - 17:00
Þriðjudagur 08:00 - 17:00
Miðvikudagar 08:00 - 17:00
Fimmtudagar 08:00 - 17:00
Föstudagar 08:00 - 16:00
Laugardagar
Sunnudagar
Descriptive Alt Text

Þvottaleiðbeiningar

...